Fjármál

Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja ásamt aðstoð við öflun lánsfjár eða hlutafjár. Skipulag bókhalds og framsetning stjórnendaupplýsinga. Hönnun skilvirkra ferla við bókhald og uppgjörsvinnu. Metin er þörf og framsetning stjórnendaupplýsinga ásamt hönnun á mælaborði og uppsetning. Markmið að bæta fjárhagsstöðu og auka arðsemi.

Verðmat og söluráðgjöf til fyrirtækja

Verðmat, sala eða söluráðgjöf á fyrirtækjum og rekstrareiningum. Mikil reynsla af verðmati fyrirtækja. Þekktar alþjóðlegar aðferðir svo sem núvirðisútreikningar, endurmat eigna og sjóðsstreymis, mat á hæfni stjórnenda, stöðu á markaði og fleira. Verðmat getur verið hluti af samningi um söluráðgjöf eða sjálfstætt mat óháð söluráðgjöf.