Verkefnastjórn
Verkefnastjórn í smáum og stórum verkefnum til skemmri tíma. Til dæmis stuðningur við starfandi verkefnisstjóra með fræðslu og valdeflingu eða það fyrirkomulag að hlaupa í skarðið tímabundið í hlutverki verkefnisstjóra. Markmið þjónustu er að auka líkur á farsælum árangri verkefnavinnu.
Mat á undirbúningi og stöðu verkefna
Greining á því hvort staðið er að uppbyggingu verkefna í samræmi við markmið, staðla og útgefnar áætlanir. Meðal annars er verklag kannað, þekking teymis, skipulag, öryggismál, eftirlit, stöðumat, framvindumat og skýrslugjöf. Markmið þjónustu er að veita skriflegar og munnlegar athugasemdir í þeim tilgangi að auka líkur á jákvæðri útkomu verkefna.
Stjórnendaþjálfun
Stjórnendaþjálfun þar sem hugmyndir eru speglaðar í samtali við óháðan markþjálfa í trúnaði. Markmið þjónustu er að leysa vandamál við verkefnavinnu og stjórnun með bættum samskiptum og betra skipulagi.
Samtalsráðgjöf fyrir stjórnendur
Ráðgjafi setur sig inn í rekstur viðkomandi félags áður en samtalið fer fram þar sem blandað er saman ráðgjöf, fræðslu og markþjálfun. Ráðgjafi (markþjálfi) styður stjórnanda í því að draga fram mikilvæga árangursþætti og forgangsraða þeim. Ráðgjafi fylgir verkefninu eftir með samtölum og stuðningi eða beinni verkefnastjórn. Markmið þjónustu er að efla stjórnanda í starfi og leysa erfið úrlausnarefni.
Námskeið í sjálfstyrkingu og verkefnastjórn
Námskeið sem samanstendur af 15-20 klst efni þar sem farið er í gegnum eftirfarandi efni;
A. Grunnatriði verkefnastjórnunar 5 klst.
B. Grunnatriði markþjálfunar 5 klst.
C. Samskipti í stjórnun og æfingar 10 klst.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja styrkja sig í verkefnastjórnun og hentar bæði stjórnendum innan fyrirtækja og einstaklingum.