Um Agnar Kofoed-Hansen

Agnar Kofoed-Hansen heiti ég og er rekstrarverkfræðingur að mennt M.Sc. frá Danmarks tekniske Universitet þar sem ég sérhæfði mig í framleiðslu- og gæðastjórnun. Síðar fór ég í framhaldsnám til Bandaríkjanna við MIT Sloan School of Management og lagði stund á frumkvöðlafræði, fjármál og upplýsingatækni. Ég hef einnig sótt mér réttindi sem verðbréfamiðlari á Íslandi, IPMA vottun í verkefnastjórn og ACC vottun sem markþjálfi auk námskeiða í fjármálagreiningu, verkefnastjórn, leiðtogaþjálfun og stjórnarsetu fyrirtækja.

Ég hef starfað við ferlagreiningar og innleiðingar gæðakerfa hjá fyrirtækjum, við sölu og markaðssetningu hugbúnaðar, sem lánastjóri og verðbréfamiðlari á fjármálamarkaði, sem frumkvöðull og framkvæmdastjóri fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Þá starfaði ég sem fjármálastjóri og staðgengill forstjóra í verkfræði- og verktökufyrirtæki, sem stjórnarmaður í fjármálafyrirtækjum og sprotafyrirtækjum og sem framkvæmdastjóri, stjórnendaþjálfi, markþjálfi, verkefnastjóri og ráðgjafi.

Ég hef það markmið að gera stöðugt betur í dag en í gær og styð viðskiptavini mína í að gera hið sama.

Ég stofnaði Greiðslumat ehf. 1991 ásamt góðum vini í þeim tilgangi að meta fjárhagslegan styrk fyrirtækja og selja skýrslur um lánshæfi þeirra. Sá rekstur rann síðar inn í Credit info Lánstraust hf. með viðkomu í Upplýsingaþjónustu Verslunarráðs Íslands. Í dag er aðalstarfsemi þess ráðgjafarstarfsemi.

agnar-kofoed-hansen-2

Menntun og reynsla