Fjármál einstaklinga

Fjármálasamtal (Financial Coaching) er þjónusta sem veitt er einstaklingum í þeim tilgangi að dýpka skilning þeirra og hæfni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í fjármálum. Viðfangsefni geta snúist um lífeyrismál, öruggar fjárfestingar, aðrar fjárfestingar, lánveitingar eða skuldbreytingar. Samtöl geta farið fram í gegnum netið, Zoom, Teams eða jafnvel með tölvupóstsamskiptum og símtölum. Öll samtöl um fjármál og önnur persónuleg samtöl fara fram í trúnaði og gengið er frá trúnaðarsamningi í öllum tilvikum.

Persónleg stefnumótun

Einstaklingar fá aðstoð við að móta sína eigin framtíðarsýn og læra að setja sér raunhæf markmið. Með framtíðarsýn að leiðarljósi er mótuð ný stefna sem kalla má „Persónulega stefnumótun“ þar sem viðkomandi lærir að greina sjálfan sig og sín gildi. Fundir eru haldnir með viku til nokkurra vikna millibili. Markmið með persónulegri stefnumótun er að gefa fólki tækifæri á að staldra við og hugsa til lengri framtíðar. Spyrja sig spurninga eins og hvað vil ég, hvert vil ég fara, hvernig ætla ég að komast þangað og hvað skiptir mig máli.

Markmið og samskipti

Einstaklingar fá leiðsögn og stuðning við að hjálpa sér sjálfum. Allir hafa gott af slíkum samtölum þar sem samtalinu er stjórnað af markþjálfa og einblínt er á fyrirfram ákveðin viðfangsefni. Fundir eru haldnir með viku til nokkurra vikna millibili. Markmið þessara samtala er að styðja viðskiptavini í að hafa meiri áhrif á sitt daglega líf í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum og þar með meiri hamingju.