Ferilgreining, umbætur og innleiðing

Ferilgreining felur í sér yfirferð á gildandi ferlum og samanburð við skráða ferla. Tillögur að umbótum og aðstoð við innleiðingu nýrra ferla. Markmið nýrra ferla er að minnka kostnað og bæta þjónustu.

Kostnaðargreining

Kostnaðargreining þar sem föstum kostnaði er skipt upp og úthlutað á vörutegundir eða þjónustu eftir mat á hlutdeild þeirra í framleiðslukostnaði viðkomandi vara eða þjónustu. Niðurstaðan er nákvæm greining framlegðar og markmiðið að auka þannig arðsemi.

Mat á fjárhagslegum styrk og stjórnun

Víðtækt mat á fjárhagslegum styrk og rekstri félags þar sem fjölmargir þættir eru skoðaðir er snúa að öllum þáttum rekstrar, 360 gráðu mat. Matið er sett farm í formi kynningar með einkunnum (stjörnurit) og ábendingum til stjórnenda. Markmið er að hjálpa stjórnendum að skerpa fókus og einblína á þá þætti í rekstrinum sem mestu máli skipta hverju sinni.